Helsta starf Amnesty International felst í því að rannsaka mannréttindabrot um heim allan, opinbera þær rannsóknir og berjast fyrir því að mannréttindabrotum linni í heiminum. Sjálfboðaliðar innan Amnesty International eru í fararbroddi þeirrar baráttu.
Helsta starf Amnesty International felst í því að rannsaka mannréttindabrot um heim allan, opinbera þær rannsóknir og berjast fyrir því að mannréttindabrotum linni í heiminum. Sjálfboðaliðar innan Amnesty International eru í fararbroddi þeirrar baráttu.
Samtökin eru skipulögð þannig að fólk getur tekið þátt í starfseminni með ýmsu móti. Unnt er að gerast félagi, reiða fram frjáls framlög eða gefa tíma sinn og orku til hjálpar þeim sem þurft hafa að þola mannréttindabrot. Rannsóknir okkar, herferðarstarf, og viðleitni til að breyta lagasetningu og starfsaðferðum, áköll okkar og bréfaskriftir, miða að því að hafa áhrif á líf raunverulegra kvenna, manna og barna.
Þátttaka ykkar í aðgerðastarfi er ein meginstoðin í mannréttindastarfi Íslandsdeildarinnar. Þið getið hjálpað með því að veita samtökunum liðsinni ykkar við skipulagningu á ýmsum uppákomum. Þannig getið þið lagt okkur lið við að efla vitund almennings um herferðir Amnesty International og tilgang samtakanna almennt.
Skráið nafn ykkar og kennitölu á viðbragðslista Íslandsdeildarinnar með því að senda tölvupóst á, bb@amnesty.is. Ef þið viljið tilgreina menntun ykkar og starfsreynslu og/eða láta einhverjar athugasemdir fylgja með, þá er það að sjálfsögðu velkomið.
Unnt verður að nálgast upplýsingar um áhersluatriði og markmið hverrar herferðar á heimasíðu samtakanna og á facebook.
