Viltu kynnast starfsemi Amnesty International betur?

Skráning á námskeið Amnesty International stendur nú yfir. Hvetjum við alla, sem áhuga hafa, til að skrá sig sem fyrst.

Skráning á námskeið Amnesty International stendur nú yfir. Hvetjum við alla, sem áhuga hafa, til að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðið er haldið laugardaginn 24. september á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27 Reykjavík. Það hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Á námskeiðinu verður fjallað um sögu og uppbyggingu Amnesty International, helstu verkefni, aðgerðaleiðir og annað sem viðkemur mannréttindastarfi Amnesty International.

Námskeiðið er góður vettvangur til að hitta aðra Amnesty félaga og mynda tengsl félaga í milli.

Amnesty félagar styðja við bakið á samtökunum á margvíslegan hátt, og framlag hvers og eins skiptir máli. Með því að taka þátt í námskeiðinu færð þú tækifæri til að kynnast betur starfseminni og þeim viðfangsefnum sem við stöndum frammi fyrir í baráttunni fyrir mannréttindum.

Til að geta undirbúið námskeiðið sem best biðjum við þig að skrá þátttöku þína sem fyrst með því annað hvort að: 

senda okkur tölvupóst á netfangið bb@amnesty.is

hringja á skrifstofu Amnesty International á Íslandi, í síma 5117900

 

Námskeiðið er ókeypis og opið öllum félögum í Amnesty International.