Viltu skipuleggja bréfamaraþon í þínu sveitafélagi?

Sendu okkur tölvupóst á amnesty@amnesty.is og við hjálpum þér að komast af stað.

Á hverju ári setja hundruð þúsunda einstaklinga, í rúmlega 150 löndum og landsvæðum, nafn sitt á milljónir bréfa og korta til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og krefja þau um umbætur. Fjöldinn allur skrifar einnig stuðningskveðjur til þolenda mannréttindabrota og veitir þeim þannig styrk og vissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim.
Það kann að vera auðvelt fyrir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en þegar milljónir slíkra bréfa berast er erfitt að líta undan. Bréfin bera árangur. Bréfin bjarga lífi. SMELLTU HÉRNA OG HORFÐU Á MYNDBAND SEM ÚTSKÝRIR HVERNIG BRÉFAMARAÞONIÐ VIKRAR