Viltu vinna að betri heimi?

Skemmtilegt, gefandi og vel launað starf. Amnesty International óskar eftir að ráða starfsfólk í símaverkefni á kvöldin, tvö kvöld í viku.

Skemmtilegt, gefandi og vel launað starf. Amnesty International óskar eftir að ráða starfsfólk í símaverkefni á kvöldin, tvö kvöld í viku. Við leitum að opnum, jákvæðum og ábyrgum einstaklingum, sem hafa áhuga á mannréttindum.

Amnesty International eru stærstu mannréttindasamtök í heimi. Hugsjón þeirra miðar að heimi þar sem sérhver einstaklingur nýtur allra þeirra réttinda sem fólgin eru í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum mannréttindasáttmálum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að hindra og stöðva alvarleg brot á mannréttindum, í samræmi við þann tilgang samtakanna að efla virðingu fyrir öllum mannréttindum.

Umsóknarfrestur er til 30.september.

Upplýsingar um starfið gefur Torfi Jónsson verkefnastjóri (tgj@amnesty.is) (s: 511 7905)