Vopnaviðskiptasáttmáli ekki samþykktur á ráðstefnu Sþ í júní

Í júnílok var haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um smávopn. Fyrir ráðstefnunni lágu drög að alþjóðlegum samningi um viðskipti með smávopn, sem Amnesty International og fleiri samtök þrýstu á um að yrði samþykktur á ráðstefnunni.

Í júnílok var haldin ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um smávopn. Fyrir ráðstefnunni lágu drög að alþjóðlegum samningi um viðskipti með smávopn, sem Amnesty International og fleiri samtök þrýstu á um að yrði samþykktur á ráðstefnunni. Á ráðstefnunni var Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sþ afhent áskorun yfir milljón einstaklinga víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal tæplega 1.500 einstaklinga frá Íslandi, til stuðnings alþjóðlegum sáttmála um vopnaviðskipti.

Þrátt fyrir þrýsting frá Amnesty International og öðrum samtökum tókst ekki að ná sátt um slíkan sáttmála. Nokkrum ríkjum, það er Indlandi, Pakistan, Kúbu, Bandaríkjunum, Íran og Ísrael tókst að hindra framgang sáttmálans þrátt fyrir stuðning mikils meirihluti ráðstefnuþjóða.

Áfram verður haldið að þrýsta á um gerð alþjóðlegs sáttmála um vopnaviðskipti með smávopn, sem drepa um nálægt hálfa milljón manns árlega, og notuð eru til að fremja stórfelld mannréttindabrot gegn óbreyttum borgurum.

Nokkrar þjóðir, þar á meðal Argentína, Ástralía, Costa Rica, Finnland, Japan, Kenía og Bretland munu leggja fram ályktun á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í haust, til að knýja á um áframhaldandi starf að vopnaviðskiptasáttmála. Amnesty International og aðrir munu halda ótrauð áfram starfi sínu í þágu slíks sáttmála.

Nánari fréttir má finna á vefslóðinni:

http://www.controlarms.org/latest_news/attstatement-240706.htm

Öllum þeim, sem ljáð hafa herferðinni lið sitt, er þakkað fyrir framlagið. Enn er hægt að leggja nafn sitt og andlit til stuðnings herferðinni með því að fara á vefslóðinna:

http://www.controlarms.org/