Eitt hundrað fjörtíu og sjö aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu þann 31. október að halda áfram vinnu að gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála. Aðeins tvö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin og Simbabve.
Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hjá SÞ
Eitt hundrað fjörtíu og sjö aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu þann 31. október að halda áfram vinnu að gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasáttmála. Aðeins tvö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni; Bandaríkin og Simbabve.
Mikill stuðningur SÞ auðveldar vinnu að alþjóðlegum vopnaviðskiptasamningi þar sem virðing fyrir mannréttindum verður vonandi miðlæg. Aðeins þannig getur slíkur samningur í raun komið í veg fyrir stórfelldar hörmungar og mannréttindabrot vegna vopnaðra átaka.
Herferðin „Komum taumhaldi á vopnin“ (The Control Arms campaign), sem Amnesty International, International Action Network on Small Arms og Oxfam International standa sameiginlega að, fagnar niðurstöðunni á vettvangi SÞ en hvetur ríki til að leggja meiri áherslu á að alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarlöggjöf, sem og sjálfbær þróun, séu miðlæg í slíkum samningi.
Búast má við að allsherjarþingið taki sömu afstöðu til samningsins þegar hann kemur til kasta þingsins í desember. Ríki Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og Evrópu voru sérstaklega áberandi í stuðningi sínum við vopnaviðskiptasamning, sem endurspeglar í senn stuðning þeirra ríkja, sem mest hafa orðið fyrir barðinu á vopnuðum átökum og stuðning helstu vopnaframleiðsluríkja.
Yfir 1.000 manns látast dag hvern af völdum smávopna og þúsundir deyja til viðbótar óbeint vegna vopnaðs ofbeldis, eða eru neydd af heimilum sínum, nauðgað, pynduð eða særð. Frá því að SÞ fór að athuga möguleikann á alþjóðlegum vopnaviðskiptasamningi í desember 2006 hafa um 700.000 manns látist af völdum skotvopna, sem skýrir betur en annað hvers vegna þörfin fyrir slíkan samning er svo brýn.
Mujahid Alam
Amnesty International bauð tveimur háttsettum herforingjum að upplýsa SÞ í New York um málið; þeim Mujahid Alam frá Pakistan, sem hefur starfað fyrir SÞ í Lýðveldinu Kongó og Kosóvó, og John Ochai frá Nígeríu, sem var yfirmaður friðargæsluliðs Afríkusambandsins í Darfúr í Súdan.
Mujahid Alam tjáði embættismönnum SÞ: „fullsannað er að margvísleg brot eiga sér stað á vopnasölubanninu til Lýðveldisins Kongó. Aðild ríkisstjórna á svæðinu að vopnasölubrotum skiptir hér mestu um ólöglega fjölgun smávopna og léttvopna í landinu“.
„Stundum er nauðsynlegt að SÞ standi fyrir vopnasölubanni en vopnasölubann verður aldrei virt eða því framfylgt ef að ekki er fyrir hendi skilvirkur vopnaviðskiptasamningur og sameiginleg viðmið“.
Lestu meira:
Background about the campaign for an Arms Trade Treaty
