Tjáningarfrelsið
Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda og stórfyrirtækja.
Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda og stórfyrirtækja.
Þitt nafn bjargar lífi er alþjóðleg herferð Amnesty International. Taktu þátt og skrifaðu undir 9 áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti. Þú getur lesið um öll málin hér fyrir neðan.
Um heim allan streyma ungmenni, svokölluð Z-kynslóðin, út á götur til að berjast fyrir réttindum sínum. Í Madagaskar mótmæla þau ítrekuðum vatnsskorti og rafmagnsleysi. Í Perú er réttinum til þungunarrofs ógnað. Í Indónesíu hafa ungmenni látið í sér heyra gegn aukinni valdboðsstefnu stjórnvalda.
Frá því að Mahmoud Khalil var handtekinn að geðþótta þann 8. mars 2025 fyrir þátttöku í mótmælunum við Columbia-háskólann hafa yfirvöld herjað á a.m.k. níu aðra nemendur fyrir það eitt að nýta tjáningarfrelsið og fundafrelsi friðsamlega.
Palestínski læknirinn Hussam Abu Safiya er framkvæmdastjóri Kamal Adwan-spítalans og hefur tjáð sig um hrun heilbrigðiskerfisins á Gaza. Hann var handtekinn að geðþótta af ísraelskum yfirvöldum 27. desember 2024 og hefur verið í haldi síðan.
Texti um málið
Zhang Yadi, einnig þekkt sem Tara, hvarf í Yunnan héraði í suðausturhluta Kína þann 31. júlí 2025. Hún var að snúa heim eftir háskólanám í Frakklandi þar sem hún tók þátt í mannréttindastarfi og var í sjálfboðastarfi fyrir samtök sem sameina kínverska háskólanema erlendis.
Ísrael og Hamas hafa samþykkt fyrsta áfanga um vopnhlé sem að sögn felur í sér að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gaza á fimm stöðum, leysa alla lifandi ísraelska og erlenda gísla sem eru í haldi á Gaza í skiptum fyrir palestínska fanga og að Ísraelsher dragi sig að hluta til baka á Gaza. Amnesty International hefur meðal annars þetta um málið að segja.
Írönsk yfirvöld dæmdu sænsk-íranska fræðimanninn og lækninn Ahmadreza Djalali til dauða eftir verulega ósanngjörn réttarhöld. Hann hefur verið í haldi að geðþótta íranskra yfirvalda frá apríl 2016.
Palestínskir vopnaðir hópar verða að leysa úr haldi óbreytta borgara sem er haldið í gíslingu skilyrðislaust og án tafar. Amnesty International ítrekar þessa kröfu nær tveimur árum eftir að óbreyttir borgarar voru teknir í gíslingu í árásum sem Hamas leiddi í suðurhluta Ísrael þann 7. október 2023.
Í mars 2011 gerðu Sýrlendingar uppreisn þar sem þeir söfnuðust saman og kröfðust umbóta og frelsis frá kúgun stjórnvalda. Stjórnvöld brugðust við af hörku sem endaði í hrikalegum vopnuðum átökum fram til ársins 2024. Ríkisstjórn Bashar al-Assad var steypt af stóli 8. desember 2024 og endaði þar með 54 ára einræðistíð Assad-fjölskyldunnar í Sýrlandi.
Margverðlaunuð sýrlensk heimildarmyndagerðarkona, aðgerðasinni og rannsakandi, Lina, verður gestur Íslandsdeildar Amnesty International dagana 27. september til 1. október á RIFF alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hin rómaða heimildarmynd hennar 5 Seasons of Revolution verður sýnd á hátíðinni þriðjudaginn 30. september kl. 19:10 í Háskólabíó, sal 2. Að henni lokinni verða pallborðsumræður og spurningum svarað úr sal.