Verkefnakista – til að prufa
Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjöbreytt fræðsluefni og verkefni fyrir kennslu og áhugasama einstaklinga.
Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjöbreytt fræðsluefni og verkefni fyrir kennslu og áhugasama einstaklinga.
Með fræðslu getum við barist gegn mismunun, stuðlað að jafnrétti og virkri þátttöku einstaklinga í lýðræðislegum ákvörðunum samfélagsins og þannig unnið að betri heimi.
Íslandsdeild Amnesty International býður upp á fjölbreyttar mannréttindafræðslur fyrir skóla, fyrirtæki og hópa.
Géza Buzás-Hábel skipuleggjandi hinsegin hátíðarinnar í Pécs í Ungverjalandi sætir sakamálarannsókn fyrir það eitt að hafa skipulagt gleðigöngu sem fór fram 4. október síðastliðinn.
Fjórir ungliðar Amnesty International frá Írlandi, Argentínu og Frakklandi afhentu TikTok undirskriftir í Dublin á Írlandi 25. nóvember til að krefjast þess að fyrirtækið breyti skaðlegri og ávanabindandi hönnun sem útsetur börn og ungmenni fyrir skaðlegu efni. Amnesty International safnaði samtals 170.260 undirskriftum víða um heim frá einstaklingum sem kalla eftir því að TikTok verði gert öruggara fyrir börn og ungmenni. Á Íslandi söfnuðust 3.018 undirskriftir.
Nú þegar COP30, árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, stendur yfir í Belém í Brasilíu kallar Amnesty International eftir því að leiðtogar á COP30 hafi fólk í fyrirrúmi í öllum samningaviðræðum í stað hagnaðar og valds. Þeir verða að skuldbinda sig til að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þágu loftslagsmála með því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis af fullum þunga á réttlátan hátt og tryggja réttlát orkuskipti með sjálfbærri orku fyrir alla á öllum sviðum.
Eins og fyrri ár fer herferðin Þitt nafn bjargar lífi fram á ýmsum stöðum undir öflugri stjórn aðgerðasinna á kaffihúsum, jólamörkuðum, bókasöfnum og í skólum víða um land. Undirskriftum til stjórnvalda er safnað til stuðnings átta einstaklingum og hópum sem sæta mannréttindabrotum víða um heim.
Átta aðgerðasinnar; Delpedro Marhaen Rismansyah, Muzaffar Salim, Khariq Anhar, Syahdan Husein, Wawan Hermawan, Saiful Amin, Shelfin Bima Prakosa og Muhammad ‘Paul’ Fakhrurrozi voru handteknir að geðþótta og ákærðir fyrir það eitt að mótmæla eða sýna stuðning við mótmæli á samfélagsmiðli.
Við lifum á tímum þar sem frelsi okkar fer þverrandi, valdboðsstefna og einræðistilburðir fara vaxandi, við verðum vitni að hópmorðinu á Gaza, loftslagsváin vomir yfir okkur og borgaraleg réttindi hafa hnignað. Það er auðvelt að láta hugfallast á þessum erfiðu tímum og finnast sem við fáum litlu um breytt en þó að við getum ekki breytt öllu getum við öll breytt einhverju!
Mótmæli gera fólki kleift að tjá skoðanir sínar, krefjast samfélagsumbóta, benda á misrétti, krefjast réttlætis vegna mannréttindabrota og kalla eftir ábyrgðarskyldu stjórnvalda og stórfyrirtækja.
Þitt nafn bjargar lífi er alþjóðleg herferð Amnesty International. Taktu þátt og skrifaðu undir 9 áríðandi mál einstaklinga sem beittir eru alvarlegum órétti. Þú getur lesið um öll málin hér fyrir neðan.
Taktu þátt í árlegri og alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjarrgar lífi. Skrifaðu undir átta áríðandi mál einstaklinga eða hópa sem beittir eru alvarlegum órétti.