Rétturinn til að mótmæla
Yfirlit
Frelsi til að kalla eftir breytingum og magna slíkt ákall í fjöldahreyfingu er mikilvægt í opnu, lýðræðislegu og réttindamiðuðu samfélagi.
Fyrir tilstilli mótmæla getur fólk sem sætt hefur þöggun eða valdníðslu endurheimt rödd sína, styrk og pólitískt vald. Mótmæli skapa einnig tækifæri til að verja og styðja við réttindi annarra.
Mótmæli eru mikilvægur og nauðsynlegur réttur sem við eigum að nýta okkur til að kalla eftir breytingum, krefjast ábyrgðar yfirvalda opinberlega og tjá skoðanir okkar.
Netnámskeið
Rétturinn til að mótmæla
Árangur mótmæla
Átta stunda vinnudagur eru réttindi sem áunnist hafa víða um heim vegna mótmælaaðgerða til margra ára þar sem talað var gegn erfiðum vinnuaðstæðum. Í byrjun 20. aldar voru konur ekki komnar með kosningarétt en í kjölfar ótalmargra kröfugangna eru konur nú með kosningarétt í nánast öllum ríkjum heims þar sem kosningar fara fram.
Á Íslandi lögðu 90% kvenna niður störf sín í október 1975 og fóru í verkfall til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlmenn. Talið er að 25.000 konur hafi safnast saman á útifundi á Lækjartorgi og atvinnulífið á Íslandi stöðvaðist. Konur sinntu ekki heimilisstörfum, barnauppeldi eða launuðum störfum meðan á verkfalli þeirra stóð. Ári síðar samþykkti Alþingi jafnréttislög í þeim tilgangi að tryggja jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.

Er rétturinn til að mótmæla mannréttindi?
Rétturinn til að mótmæla er ekki skilgreindur með beinum hætti í alþjóðalögum en hann nýtur samt sem áður verndar og er tryggður á grundvelli annarra mannréttinda, einkum funda- og tjáningarfrelsisins.
Rétturinn til friðsamlegra fundahalda og tjáningar eru alþjóðlega viðurkennd mannréttindi sem ganga framar landslögum.
Mótmæli tengjast sterklega réttinum til tjáningar þar sem þeim er ætlað koma tilteknum skilaboðum á framfæri. Tjáningarfrelsið tryggir að fólk geti haft sannfæringu og skoðun og tjáð hana án þvingana eða ólögmætra afskipta ríkisvaldsins eða þriðja aðila.
Mótmæli eru mikilvæg leið fyrir fólk til að koma saman og skapa vettvang fyrir opinbera umræðu og pólitíska þátttöku. Án möguleikans á koma saman kunna skoðanir fólks að missa það vogarafl sem býr í samtakamættinum og þær ná síður til eyrna valdhafa.
Réttinn til fundafrelsis verður að nýta á friðsamlegan hátt án ofbeldis en þau mega samt sem áður vera hávær.
Rétturinn til friðsamlegra fundahalda tryggir rétt einstaklinga til að koma saman, tímabundið og í ákveðnum tilgangi, hvort sem um ræðir á opinberum eða einkavettvangi. Slíkar samkomur fela meðal annars í sér:
- Pólitískar kröfugöngur
- Verkföll
- Setuverkföll
- Fjöldafundi
- Götulokanir
- Búsáhaldabyltingar
- Menningar- eða trúarhátíðir
Borgaraleg óhlýðni í tengslum við mótmæli nýtur einnig verndar. Hún felur í sér aðgerðir sem ætlaðar eru til að ná fram samfélagslegum breytingum með því að nota aðferðir sem skapa truflun, oft með þeim hætti að brjóta vísvitandi lög af samviskuástæðum. Friðsamleg fundahöld eru mannréttindi jafnvel þó að mótmælandi geti verið ákærður fyrir lögbrot vegna borgaralegrar óhlýðni.
Má takmarka réttinn til að mótmæla?
Stjórnvöld hafa lítið svigrúm til að réttlæta takmarkanir á réttinum til að mótmæla. Samkvæmt alþjóðasamningi um borgarleg og stjórnmálaleg réttindi verða allar takmakanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla þrjú skilyrði: þær verða að byggja á lögum, þjóna lögmætu markmiði og vera nauðsynlegar og hóflegar. Lögmæt markmið til að takmarka réttinn til mótmæla eru á grundvelli þjóðaröryggis, í þágu almannaheilla, allsherjarreglu, til verndar lýðheilsu fólks, siðgæðis eða til að verja réttindi og frelsi annarra.
Skýrt dæmi um takmarkanir á þessum rétti sem kunna að vera réttmætar tengjast kórónuveirufaraldrinum en jafnvel þegar faraldur geisar verða allar takmarkanir á réttinum til að mótmæla að uppfylla fyrrgreindu skilyrðin þrjú. Sóttvarnaraðgerðir og lokanir sem takmarka rétt okkar til friðsamlegra fundahalda kunna að vera nauðsynlegar til að tryggja lýðheilsu og öryggi fólks og réttinn til heilsu. Takmarkanir á samkomum verða ávallt að fylgja öðrum lögum. Ef fundafrelsið skerðist það mikið án þess að það verndi nægilega heilsu okkar og öryggi þá er ekki verið að gæta meðalhófs. Takmarkanir mega aldrei ganga svo langt að þær taki í raun burt réttinn sem verið er að takmarka.
Þarf að fá leyfi fyrir mótmælum?
Ekki þarf fyrirframgefna leyfisveitingu frá stjórnvöldum því skipulagning og þátttaka í mótmælum er réttur en ekki forréttindi. Mótmæli sem eru viðbrögð við atviki eða tíðindum og gerast án fyrirvara og skipulagningar, eru leyfileg.
Yfirvöld geta með réttu kallað eftir tilkynningu um mótmæli ef tilgangurinn er sá að löggæslan geti undirbúið sig við að greiða fyrir þeim og tryggja að þau geti farið fram, eins og þeim ber skylda til. Tilkynning er hins vegar ekki það sama og að leita leyfis. Tilkynning til yfirvalda felst aðeins í því að gefa þeim fyrirvara og upplýsa þau um hvar og hvenær mótmælin fara fram.
Ef landslög fela í sér kröfu um að leita leyfis stjórnvalda fyrir mótmælum eru þau ósamræmanleg alþjóðlegum mannréttindalögum og viðmiðum.
Rétturinn til að mótmæla
Borgaraleg óhlýðni
Löggæsla á mótmælum
Lögreglu ber skylda til að greiða fyrir opinberu samkomuhaldi ásamt því að vernda rétt einstaklingsins til að mótmæla. Almennt séð skal gera ráð fyrir friðsamlegri samkomu. Ef til átaka kemur skal lögreglan gera allt sem í sínu valdi stendur til að draga úr og stoppa átök á friðsamlegan hátt.
Skyldur lögreglu
- Lögreglan skal gæta fyllsta hlutleysis á mótmælum og aldrei taka afstöðu með eða á móti mótmælum.
- Lögreglan skal auðvelda fyrir svo mótmælendur sjáist vel og að greinilega heyrist í þeim (til að ná athygli opinberra fulltrúa, almennings, ljósmyndara, andmótmælenda og annarra).
- Lögreglan skal ætíð sýna af sér vingjarnlegt viðmót svo ekki skapist spenna.
- Vopn skulu einungis notuð þar sem lagaheimild er til staðar, í algjörri nauðsyn, og meðalhófs skal ávallt gætt.
- Skylda lögreglunnar til að auðvelda fyrir opinberum samkomum gildir einnig um fyrirvaralaus mótmæli. Jafnvel þó svo að tilkynna þurfi, samkvæmt lögum, um samkomur með fyrirvara þá er það skylda lögreglunnar að greiða fyrir fyrirvaralausum friðsamlegum samkomum.
- Söfnun og úrvinnsla persónulegra upplýsinga, svo sem upptökur, leynileg löggæsla eða eftirlit, skulu fylgja persónuverndarlögum.
Lögreglu ber skylda til að greiða fyrir opinberu samkomuhaldi ásamt því að vernda rétt einstaklingsins til að mótmæla. Almennt séð skal gera ráð fyrir friðsamlegri samkomu. Ef til átaka kemur skal lögreglan gera allt sem í sínu valdi stendur til að draga úr og stoppa átök á friðsamlegan hátt.
ALDREI má þagga niður í mótmælendum með valdbeitingu.
Beiting valds nær yfir hvers konar líkamlegar aðgerðir lögreglu. Það getur verið allt frá snertingu til beitingar banvænna vopna af ásettu ráði. Hótun um valdbeitingu telst einnig með hér. Til þess að fylgja mannréttindalögum þarf beiting valds að uppfylla sömu þrjú skilyrði og takmarkanir á réttinum til að mótmæla gera: Byggja á lögum, uppfylla skilyrði um meðalhóf og nauðsyn og fylgja lögmætum markmiðum.
Beiting valds getur verið nauðsynleg í löggæslu.
Þó aðeins í undantekningartilvikum!
Notkun valds er ekki gagnleg leið til að leysa upp átök og ætti aðeins að nota sem neyðarúrræði.
Löggæsla á mótmælum
Lögreglu ber skylda til að greiða fyrir opinberu samkomuhaldi ásamt því að vernda rétt einstaklingsins til að mótmæla. Almennt séð skal gera ráð fyrir friðsamlegri samkomu. Ef til átaka kemur skal lögreglan gera allt sem í sínu valdi stendur til að draga úr og stoppa átök á friðsamlegan hátt.
Skyldur lögreglu
- Lögreglan skal gæta fyllsta hlutleysis á mótmælum og aldrei taka afstöðu með eða á móti mótmælum.
- Lögreglan skal auðvelda fyrir svo mótmælendur sjáist vel og að greinilega heyrist í þeim (til að ná athygli opinberra fulltrúa, almennings, ljósmyndara, andmótmælenda og annarra).
- Lögreglan skal ætíð sýna af sér vingjarnlegt viðmót svo ekki skapist spenna.
- Vopn skulu einungis notuð þar sem lagaheimild er til staðar, í algjörri nauðsyn, og meðalhófs skal ávallt gætt.
- Skylda lögreglunnar til að auðvelda fyrir opinberum samkomum gildir einnig um fyrirvaralaus mótmæli. Jafnvel þó svo að tilkynna þurfi, samkvæmt lögum, um samkomur með fyrirvara þá er það skylda lögreglunnar að greiða fyrir fyrirvaralausum friðsamlegum samkomum.
- Söfnun og úrvinnsla persónulegra upplýsinga, svo sem upptökur, leynileg löggæsla eða eftirlit, skulu fylgja persónuverndarlögum.
ALDREI má þagga niður í mótmælendum með valdbeitingu.
Beiting valds nær yfir hvers konar líkamlegar aðgerðir lögreglu. Það getur verið allt frá snertingu til beitingar banvænna vopna af ásettu ráði. Hótun um valdbeitingu telst einnig með hér. Til þess að fylgja mannréttindalögum þarf beiting valds að uppfylla sömu þrjú skilyrði og takmarkanir á réttinum til að mótmæla gera: Byggja á lögum, uppfylla skilyrði um meðalhóf og nauðsyn og fylgja lögmætum markmiðum.
Beiting valds getur verið nauðsynleg í löggæslu.
Þó aðeins í undantekningartilvikum!
Notkun valds er ekki gagnleg leið til að leysa upp átök og ætti aðeins að nota sem neyðarúrræði.
Vopn við löggæslu
Víða um heim hefur lögreglan aðgengi að ýmiss konar vopnum til að nota við löggæslu. Sum þessara vopna eru hönnuð til að drepa. Lögreglan skal aðeins nota skotvopn í algjörum undantekningartilfellum til að bjarga mannslífi og ætíð að vera viðbúin því að nota aðrar vægari aðferðir.
Þörf er á sérstakri aðgát á mótmælum þar sem hætta á að skaða vegfarendur og sjónarvotta er mun meiri.
Vopnum sem er lýst sem skaðaminni geta einnig leitt til dauða. Sem dæmi má nefna að rafstuðsbyssur eða kylfur eru ekki hannaðar til að drepa (ólíkt skammbyssum) en geta valdið dauða sé þeim beitt af hörku. Þess vegna er hugtakið skaðaminni vopn villandi. Lögreglan skal ætíð hafa í huga að beiting valds og vopna getur mögulega valdið alvarlegum skaða og brotið á mannréttindum.
Eins og með notkun annars konar valds skal einungis beita skaðaminni vopnum þar sem nauðsyn krefur og hóflega.

Efni til notkunar við óeirðalöggæslu
Táragas og öflugar vatnssprautur eru algengustu skaðaminni vopnin sem lögreglan notar til að bregðast við mótmælum. Við vissar aðstæður er notkun þessara vopna lögmæt samkvæmt mannréttindalögum.
Hins vegar eru þessi vopn oft misnotuð af lögreglu.
Hvenær má lögregla beita slíkum vopnum við löggæslu á mótmælum?
- Þegar aðrar markvissar leiðir hafa brugðist eða munu ekki hafa tilætluð áhrif.
- Aðeins í kringumstæðum þar sem ofbeldi er víðtækt.
- Aðeins í þeim tilgangi að leysa upp ofbeldisfull mótmæli.
- Aldrei í lokuðum rýmum þar sem erfitt er fyrir hóp fólks að dreifa sér.
- Táragasi skal aldrei beint að einum einstaklingi.
Hvað ef mótmæli verða ofbeldisfull?
Jafnvel í aðstæðum þar sem beiting valds gegn ofbeldisfullum einstaklingi telst lögmæt gætu aðrir vegfarendur verið í hættu. Lögreglan skal ætíð meta aðstæður og ganga fram af mestu varfærni. Sérstakrar aðgátar er krafist hvað varðar hópa sem eru berskjaldaðir fyrir skaða eða áverkum, eins og til dæmis börn eða eldra fólk.
Einstaklingar sem beita ofbeldi á mótmælum njóta ekki lengur verndar til að mótmæla. Aftur á móti njóta þeir verndar ýmissa annarra mannréttinda, þar á meðal réttarins til lífs, frelsis og mannhelgis ásamt frelsi frá pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mótmælandi missir ekki mannréttindi sín þótt hann verði ofbeldisfullur. Lögreglan skal meta aðstæður, þar á meðal hættuna sem stafar af mótmælandanum gagnvart löggæslu, almennum borgurum og þeim sjálfum. Ef lögreglan þarf að skerast í leikinn skal hún nota minnsta mögulega vald.
Þöggun yfirvalda
Mótmælum hefur lengi verið mætt með kúgun, refsingu og hindrunum og á það víða við enn í dag.
Stjórnvöld grípa oft til refsinga og fjöldahandtakna, oft með ólögmætum hætti, til að brjóta mótmæli á bak aftur. Einnig leitast stjórnvöld eftir því að koma í veg fyrir mótmæli með lagasetningum sem gera tilteknar mótmælaaðgerðir ólöglegar.
Með auknum tækniframförum fjölgar þeim tilfellum ört þar sem fjöldaeftirliti er beitt. Gögnum sem safnað er saman fyrir tilstilli þessara tækninýjunga er hægt að beita til að auðkenna mótmælendur af handhófi en það brýtur gegn rétti þeirra til friðhelgi einkalífs. Fjöldaeftirlit fælir fólk oft frá þátttöku í mótmælum og er oft notað í þeim tilgangi af yfirvöldum.
Þegar „Black Lives Matter“-mótmælin fóru fram árið 2020, vítt og breitt um Bandaríkin, var sérstakri tækni beitt til að auðkenna andlit og safna saman upplýsingum um mótmælendur án þeirra samþykkis.

Hvernig getur þú varið réttinn til að mótmæla?
Við verðum að standa vörð um rétt okkar til að mótmæla á tímum þegar stjórnvöld víða um heim líta á þennan rétt sem ógn sem verður að uppræta.
Með friðsömum mótmælum andspænis andstöðu stjórnvalda stendur fólk á rétti sínum til að koma saman á opinberum vettvangi og tjá skoðanir sínar frjálst. Þegar krafist er aðgengis að hreinu vatni og fullnægjandi húsnæði á opinberum vettvangi þá er bæði verið að verja þessi réttindi og að standa vörð um tjáningarfrelsið. Á samkomu þar sem réttindum hinsegin fólks er fagnað er jafnframt verið að verja réttinn til friðsamlegrar samkomu.
Þátttaka í mótmælum felur í sér vörn fyrir sjálfum réttinum að mótmæla!
Mótmæli geta falið í sér töluverða áhættu. Það er því mjög mikilvægt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi sitt með sem bestum hætti. Hvort sem valið er að halda á götur út eða sýna mótmælaaðgerðum stuðning heiman frá þá er mikilvægt að vera vel undirbúin/n/ð, tryggja góðar samskiptaleiðir og sýna árverkni. Mótmælendur verða að hafa í huga að þeir kunna að mæta andstöðu meðal annarra hópa samfélagsins sem hafa sama rétt til friðsamlegra mótmæla.
Það þarf ekki að taka þátt í beinum mótmælaaðgerðum til að nýta þennan rétt.
Við getum einnig varið þennan rétt með því að:
- Taka þátt í mótmælavakt
- Setja upplýsingar um mótmæli á samfélagsmiðla.
- Vera í samskiptum við vini okkar sem taka þátt í mótmælum til að fylgjast með þeim.
- Skrifa bréf til stjórnvalda.
- Skrifa undir áköll þar sem stjórnvöld eru krafin um að virða mannréttindi í ákveðnum málum.
Tjáum okkur. Það er okkar réttur!





